miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metamót Spretts

20. ágúst 2013 kl. 09:41

Eyjólfur á Klerki frá Bjarnanesi. Myndin er tekin á Metamóti Andvara í fyrra.

Opnað hefur verið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Metamót Spretts. Skráning fer fram á sportfengur.com
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

A-flokkur Opinn flokkur / Áhugamannaflokkur
B-flokkur Opinn flokkur / Áhugamannaflokkur
Tölt T3 Opinn flokkur
100m fljúgandi ljósaskeið
150m skeið
250m skeið
Forstjóratölt
Rökkurbrokk (100m fljúgandi brokk)

A og B-flokkur eru sem fyrr á beinu brautinni. Töltkeppnin fer fram á hringvellinum og er lögleg keppnisgrein á mótinu sem og skeiðgreinarnar.

Athugið að skráning í rökkurbrokk kostar litlar 2000 krónur og þar eru peningaverðlaun í boði fyrir þrjá bestu tímana líkt og í skeiðgreinunum. Rökkurbrokkið er ný grein sem fyrst var keppt í á mótinu í fyrra. Skráning í rökkurbrokkið er undir liðnum “annað”.

Ekki missa af einu allra skemmtilegasta móti ársins!

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband í s.869-8425 eða senda póst á theo@inter.is