laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metamót Spretts

14. ágúst 2019 kl. 18:15

Jarl Metamót

Mótið fer fram 7. og 8. september - hægt er að skrá sig núna

Nú fer að líða að einu skemmtilegasta móti ársins, Metamóti Spretts. Mótið fer fram á Samskipavellinum og í Samskipahöllinni 7. og 8.september. Á mótinu verður keppt í A- og B-flokki gæðinga á beinni braut(ekki sýnt fet og stökk). Boðið verður upp á opinn flokk og áhugamannaflokk. Einnig verður boðið upp á keppni í tölti T3, 1.flokki og 2.flokki. Forkeppnin mun fara fram úti á Samskipavellinum en úrslitin inni í Samskipahöllinni á Laugardagskvöldinu.

Fyrirtækjatöltið verður á sínum stað á laugardagskvöldinu inni í Samskipahöllinni.

Að sjálfsögðu verða skeiðkappreiðar að venju og keppt verður í 100m fljúgandi ljósaskeiði, 150m skeiði og 250m skeiði.

Aldurstakmark er í keppni á mótinu og miðast þátttökuréttur við ungmennaflokk.

Skráning er hafin á www.sportfengur.com

 

https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add&fbclid=IwAR2bdeD8qDC3vAazsFskgZN-oXVkg6B5c-ruz-heJGhkkclhdZ2RVSejl3s