mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Menntaráðstefna FEIF

Óðinn Örn Jóhannsson
28. mars 2018 kl. 10:33

Stökkva saman. Ráðstefna á Hólum.

Var haldin á Hólum um síðustu helgi.

Menntaráðstefna FEIF var haldin á Hólum í Hjaltadal um síðustu helgi með frábærum kennurum og fjölda ánægðra þátttakenda. Ráðstefnan var stútfull og komust færri að en vildu, langur biðlisti bar því vitni. 

Þema ráðstefnunnar var menntun reiðkennara og Hólaskóli gaf okkur öllum innsýn í hvernig reiðkennari er búinn til. Óhætt er að segja að þar sé fjölbreytt og mögnuð dagskrá sem nemendur skólans sýndu með hjálp kennara sinna. Reiðkennarar skólans sýndu einnig listir sínar á hestbaki og utanaðkomandi sérfræðingar fræddu þátttakendur m.a. um tæknilega möguleika og rannsóknir á líkamsbeitingu knapa (Lars Roepstorff), hvernig knapar læra (Islay Auty) og sögu íslenskrar reiðmennsku (Eyjólfur Ísólfsson).

Dagskráin var þétt og skemmtileg og þátttakendur fóru heim fullir eldmóði að prófa nýfengna þekkingu og aðferðir.

Ítarleg umfjöllun um ráðstefnuna mun birtast í næsta Eiðfaxa ásamt fleiri myndum. 

Bestu þakkir Hólaskóli, Menntanefnd FEIF og Menntanefnd LH. 

Herdís Reynisdóttir .