miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Menntaráðstefna FEIF -við Uppsali í Svíþjóð, 6.-8.sept næst komandi

Herdís Reynis
22. ágúst 2013 kl. 22:39

Magnús Skúlason heimsmeistari í 5-gangi 2013

-örfá pláss enn laus!

Menntanefnd FEIF og sænska Íslandshestafélagið bjóða til Menntaráðstefnu í nágrenni Uppsala (klst. norðan við Stokkhólm) núna í byrjun september. Meðal reiðkennara verða Stian Pedersen, Mette Mannseth og Magnús Skúlason, allt frábært fagfólk.

Skráningareyðublað ásamt frekari upplýsingum um dagskrána, kostnað og fleira má finna hér: http://www.feiffengur.com/documents/Revised%20program%20education%20seminar%202013.pdf

Einstakt tækifæri fyrir alla þenkjandi hestamenn, ekki síst dómara og reiðkennara! Símenntun er jú mikilvæg og veitir okkur innblástur og nýjar hugmyndir. Svo er ekkert síður mikilvægt að hitta kollega sína frá öðrum löndum, rökræða, hlæja og velta vöngum.

Sjáumst í Svíþjóð!