fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Menntahroki í hestasamfélaginu

19. október 2011 kl. 11:35

Siggi Ævars talar tæpitungulaust í viðtali við Hestablaðið.

Sigurður Ævarsson í Hestablaðinu

Sigurður Ævarsson er stjórnarmaður í LH, íþrótta- og gæðingadómari, og mótsstjóri á fjórum síðustu Landsmótum hestamanna. Í viðtali í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun 20 október, segir hann meðal annars að menntahroki í hestasamfélaginu sé farinn að byrgja mönnum sýn. Hann segir að Knapamerkjakerfið höfði meira til þroska og getu stúlkna en drengja og að það hafi beinlínis hamlandi áhrif á áhuga drengja á hestamennsku. LH hafi verið ýtt til hliðar við samningu þess og það sé ekki í takti við fræðslustarf innan ÍSÍ.

Sigurður ræðir einnig um dómaramál, Landsmótsmál, gæðingakeppnina, og margt fleira. Hann talar tæpitungulaust. Lesið viðtal við Sigga Ævars í Hestablaðinu sem kemur út á morgun 20. október.

Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622