þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Menningararfurinn varðveittur-

9. febrúar 2011 kl. 18:41

Menningararfurinn varðveittur-

Í lok síðasta sumar opnaði Sögusetur íslenska hestsins glæsilega sýningu um íslenska hestinn í fallegu nýuppgerðu húsnæði er stendur í hjárta Hóla í Hjaltadal.

Húsið var upphaflega reist á fyrri helmingi 20. Aldar sem hesthús, hlaða og geymsla og fer því vel að hýsa þar sýningar-, rannsókar- og starfsaðstöðu Sögusetursins.

Arna Björg Bjarnadóttir sagnfræðingur og setursstýra gekk með blaðamanni Eiðfaxa um Sögusetrið, þar sem hún útskýrði tilkomu og tilgang setursins sem þjónar ekki aðeins sem safn og samkomusalur, heldur einnig sem vinnuaðstaða fyrir fræðimenn.

“Saga íslenska hestsins er hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar sem við erum svo heppin að deila nú með fjölmörgum þjóðlöndum og þær eru nú farnar að skrifa sögu þessa einstaka hestakyns með okkur. Verðmæti íslenska hestsins felast ekki síst í að eigendur hans séu meðvitaðir um uppruna, þróun og hlutverk hans í fortíð og nútíð,” segir Arna Björg.

Viðtal við Örnu Björg og vandaðar ljósmyndir Denna Karlssonar er að finna í fyrsta tölublaði Eiðfaxa.