sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistardeildin sett - Myndir-

25. janúar 2011 kl. 21:26

Meistardeildin sett - Myndir-

Meistardeildin í hestaíþróttum 2011 var sett á Nauthóli við Nauthólsvík í dag með kynningu á styrktaraðilum og keppnisliðum....

Að kynningum og undirritunum loknu riðu knapar deildarinnar á vaðið og sýndu valda gæðinga í Nauthólsvík við fögnuð áhorfenda og aðstandenda keppninnar.

Meistaradeildin er nú haldin í sjötta sinn og eru sjö lið skráð í keppnina en fjórir knapar eru í hverju liði. Alls eru því 28 knapar skráðir til leiks.

Meistardeildin er haldin á Ingólfshvoli í Ölfusi annað hvert fimmtudagskvöld og verður fyrsta mótið þann 27. janúar nk. en þá verður keppt í fjórgangi. Alls verður keppt í sjö greinum en smalinn (hraðfimi) verið tekin út í ár vegna endurskoðunar á keppnisgreininni.

Markmið deildarinnar er að standa vörð um velferð íslenska hestsins og auka umfjöllun í fjölmiðlum en sú nýlunda verður á miðlun meistaradeildarinnar í ár að keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Sport TV.

Meðfylgjandi eru myndir frá setningu Meistaradeildarinnar.