föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistardeild LH og UMFÍ flutt í bæinn

4. febrúar 2011 kl. 10:53

Ragnar Bragi Sveinsson er einn af efnilegustu knöpum landsin og mun væntanlega taka þátt í Meistaradeild LH og UMFÍ.

Jákvæðar breytingar á keppnisfyrirkomulagi

Meistaradeild LH og UMFÍ hefur verið flutt úr Rangárhöllinni á Hellu, þar sem hún var háð í tvö ár, suður í Reiðhöllina í Víðidal í Reykjavík. Deildin var stofnuð á sínum tíma fyrir tilstuðlan UMFÍ, sem leggur til peninga í verkefnið.

Deildin er nú með breyttu sniði. Formið hefur verið mýkt, ef svo má segja, sem er að mörgu leyti til bóta. Ekki er lengur um liðakeppni að ræða, heldur einstaklingskeppni. Jákvæðasta breytingin er sú að það er ekki lengur skylda að hver keppandi taki þátt í öllum greinum. Sem þýðir að sá sem hefur aðeins yfir einum keppnishesti að ráða getur tekið þátt í einni grein og verið með. Til að eiga möguleika á titlinum "stigahæsti knapinn" þar hins vegar að taka þátt í öllum mótunum þremur.

Fyrsta mótið í mótaröðinni verður haldið 12. febrúar og þá verður keppt í fjórgangi og slaktaumatölti (T2). Aldurstakmark er 14 - 21 árs.