laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaramót Íslands

14. ágúst 2019 kl. 09:30

Gróði frá Naustum og Steingrímur Sigurðsson í forkeppni A-flokks gæðinga á Landsmóti 2014.

Skráning í fullum gangi á Meistaramót Íslands í gæðingakeppni

Hestamannafélagið Geysir og Gæðingadómarafélag LH munu halda um helgina 29.ágúst-1.sept Meistaramót Íslands í Gæðingakeppni.

Forsvarsmönnum mótsins þótti tilvalið að blása lífi í gæðingakeppnina á milli landsmótsára með því að halda stórt mót, þar sem bestu gæðingar landsins koma saman og etja kappi.

Vonandi verður þessi tilraun til þess að gæðingakeppnin fái meiri sess á milli Landsmótsára og ýti undir þátttöku í félagsmótum og gæðingakeppnum um land allt.

Fyrsta gæðingakeppnin, sem vitað er um, fór fram í Gnúpverjahreppi árið 1944 og eru því 75 ár frá því fyrst var keppt í þessu al-íslenska keppnisformi. Það má því segja að það sé við hæfi að halda svo stórt gæðingamót á afmælis ári keppninnar.

Til þátttökuréttar á mótinu eru lágmarkseinkunnir í eftirtalda flokka.

A og B flokkur opinn 8,25 og gilda enkunnir frá árinu 2018 einnig.

Engin lagmörk eru í a og b flokki áhugamanna, a og b flokki ungmenna, unglinga og barnaflokki.

 Opið er fyrir skráningu á mótið frá 1.águst og lýkur henni á miðnætti þann 27.ágúst. Skráningargjald er kr. 6000 en kr. 4000 í yngri flokka. 

Gdlh og Hmf Geysir