föstudagur, 19. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaramót Fákasels og Ljúfs

15. febrúar 2015 kl. 18:34

Skráning hafin í fimmganginn

Opnað hefur verið fyrir skráningu á fimmgangsmót Meistaramóts Fákasels og Ljúfs og stendur hún yfir til miðnættis á fimmtudag. Glæsilegir vinningar eru í boði, verðlaun eru gefin af Toyota Selfossi að þar að auki er folatollur undir Þröst frá Hvammi og reiðtími hjá Ísólfi Líndal fyrir sigurvegara mótsins og glæsileg málverk fyrir samanlagða sigurvegara.
Meistaramót Fákasels og Ljúfs verður haldið í Fákaseli næstkomandi sunnudag, 22. febrúar kl. 14.00.  Keppt verður í tveimur flokkum, opnum flokki og yngri flokki (barna- og unglingaflokkur / 16 ára og yngri).
Tveir eru inná vellinum í einu og þrír dómarar dæma.
Fimmgangsmótið er styrkt af Toyota Selfossi sem gefa verðlaunin.
Sigurlína Kristinsdóttur og Astey Art  gefa glæsileg málverk sem verða gefin í lok mótaraðarinnar og verða til sýnis í Fákaseli meðan mótin standa yfir (myndin er af málverkinu eftir Sigurlínu).
Sigurvegari í opna flokknum hlýtur auk glæsilegs bikars folatoll undir stóðhestinn Þröst frá Hvammi og sigurvegari í yngri flokknum hlýtur reiðtíma hjá Ísólfi Líndal Þórissyni, sem sigraði glæsilega Gæðingafimi Meistaradeildarinnar í síðustu viku. 
Mótið hefst kl. 14.00 og úrslit hefjast kl. 17.00
Skráningagjald er 4.000 krónur í opinn flokk og 2.500 krónur í yngri flokk (16 ára og yngri)
Keppt er í fimm keppnisgreinum; fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2 og skeiði.  Mótin verða fjögur talsins á tveggja vikna millibili (8. febrúar, 22. febrúar, 8. mars og 22. mars)
Skráning fer fram inná Sportfeng og þurfa greiðslur vegna skráningar að berast fyrir hádegi (kl. 12) á föstudeginum 23. febrúar eigi skráning að vera gild.  Mikilvægt að senda kvittun á elka@simnet.is þegar greitt er.
Eins og áður segir hefst mótið kl. 14.00 á sunnudeginum og því kjörið fyrir fjölskylduna að koma saman og eiga góðan dag í Fákaseli.
Mótið er jafnframt vetrarmót Ljúfs og verða efstu félagsmenn Ljúfs verðlaunaðir sérstaklega á hverju móti í Opnum flokki og Yngri flokki, auk þess verða samanlagðir sigurvegar Ljúfs verðlaunaðir í lok mótaraðarinnar í Barna, unglinga, ungmenna- og Opnum flokki eins og venja er.
Skráning er hafin inná Sportfeng (smella hér)
Mótið er á vegum Hestamannafélagsins Ljúfs
Komi upp vandræði vegna skráningar er hægt að senda tölvupóst á elka@simnet.is eða hringja í síma 863-8813