sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaramót Fákasels og Ljúfs

12. janúar 2015 kl. 10:19

Fákasel

Fjögur opin íþróttamót

"Fákasel og Hestamannafélagið Ljúfur halda fjögur opin íþróttamót í vetur þar sem keppt verður í fimm keppnisgreinum.  Fyrsta mótið verður haldið 8. febrúar en þá verður keppt í fjórgangi.  Mótin eru öllum opin og hefjast kl. 14.00 á sunnudögum og lýkur á úrslitum kl. 17.00.  Keppt verður auk fjórgangs í fimmgangi (22. febrúar), tölti (8. mars) og flugskeiði og T2 (22. mars).

Keppt verður í opnum flokki og yngri flokki (10 - 16 ára á árinu)
Eins og áður segir er mótið öllum opið en tveir verða inná vellinum í einu og þrír dómarar dæma.  Fyrir utan fyrsta mótið eru þau samferða Meistaradeildinni sem einnig eru haldin í Fákaseli, þ.e. fimmgangsmótið er haldið á sunnudegi og fimmgangur í Meistaradeild fer fram fimmtudeginum á eftir, og gæti því reynst fín æfing fyrir knapa og hesta.
Aðstaðan í Fákaseli þarf vart að kynna, enda fer hvergi betur um hesta og menn.

Frekari upplýsingar um skráningu og fyrirkomulag þegar nær dregur."

Mótanefnd Ljúfs og Fákasel.