mánudagur, 22. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeildin í Fáki

26. mars 2015 kl. 10:08

Skeiðmót á laugardaginn.

Skeiðmót Meistaradeildarinnar er næst á dagskrá en það verður haldið á laugardaginn í Fáki í Reykjavík. Mótið byrjar kl. 12:00 og byrjað verður á að keppa í 150m. skeiði. Ráslistar fyrir laugardaginn birtast á morgun, föstudag. Veðurspáinn er fín fyrir laugardaginn svo allir ættu að mæta í Víðidalinn og koma að horfa.

Dagskrá laugardagsins er svo hljóðandi: Byrjað verður kl. 12:00 á 150m. skeiði síðan verður gert 20 mín kaffihlé og þegar því er lokið verður byrjað á gæðingaskeiðinu.

Í fyrra voru það þeir Sigurbjörn Bárðarson og Erling Ó Sigurðsson sem sigruðu sitthvora greinina. Sigurbjörn sigraði 150m. skeiðið á Óðni frá Búðardal á tímanum 14,35 sek. en Erling sigraði gæðingaskeiðið á Hnikari frá Ytra Dalsgerði með 7,92 í einkunn.

Spennan er í liðakeppninni er gríðarleg en tvö lið standa nánast hnífjöfn á toppi liðakeppninar. Það eru lið Auðsholtshjáleigu og lið Ganghesta/Margrétarhofs en einungis 3 stig skilja liðin að. Staðan í einstaklingskeppninni er einnig frekar jöfn en efstur er Árni Björn með 35 stig. Rétt á eftir honum er Ísólfur með 30 stig og í þriðja sæti er Hulda Gústafsdóttir með 18 stig.

Nóg er eftir að stigum í pottinum og getur allt gerst. Tvö mót eru eftir en það er skeiðmótið sem er haldið á laugardaginn og síðan verður keppt í slaktaumatölti og flugskeiði, föstudaginn 10. apríl. Það er því farið að styttast í annan endan og ekki líður að löngu þar til nýr meistari verður krýndur.