laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeildin - Bein útsending á netinu-

27. janúar 2011 kl. 09:59

Meistaradeildin - Bein útsending á netinu-

Sýnt verður beint á netinu í kvöld frá Meistaradeild í hestaíþróttum. Beinu útsendingarnar fara fram í samstarfi við SportTV...

í gegnum heimasíðu deildarinnar www.meistaradeild.is og verður auðvelt aðgengi að útsendingunni á síðunni.
Eins og áður sagði er það SportTV sem sér um beinu útsendingarnar en sporttv.is er sjónvarpsstöð á netinu sem var stofnuð í september 2009 og sérhæfir fyrirtækið sig í útsendingum á íþróttaviðburðum.  
Útsendingin fer fram í gegnum örbylgjusendi frá Mílu og á það að tryggja bestu möguleg myndgæði.
Fyrsta útsending frá deildinni verður endurgjaldslaus en eftir það mun aðgangur að útsendingunni kosta krónur 499,-. Skráningarferlið að beinu útsendingunum verður mjög einfalt og hægt verður að greiða með greiðslukorti eða SMS og er búið að ganga frá samningi við flest símafyrirtækin.

SportTV mun jafnframt sjá um upptökur á sjónvarpsþáttunum um deildina þannig að nú er öll vinnsla myndefnis frá deildinni komin á eina hendi. Að mótaröðinni lokinni verður síðan farið yfir all efni frá deildinni í ár og unninn DVD diskur með hápunktum deildarinnar og verður það kjörin jólagjöf hestamanna í ár.
Gríðarleg spenna hefur myndast fyrir deildinni í ár um land allt jafnt sem erlendis. Fréttir eru farnar að berast af hópum sem ætla að koma saman hér og þar um heiminn og horfa á deildina í beinni.