þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeildin á Austurvelli

3. febrúar 2017 kl. 14:00

Meistaradeild í hestaíþróttum

Laugardaginn, 4. febrúar klukkan 14:00 munu knapar í Meistaradeildinni sýna gæðinga sína á Kirkjustræti fyrir framan Alþingishúsið

Laugardaginn, 4. febrúar klukkan 14:00 munu knapar í Meistaradeildinni sýna gæðinga sína á Kirkjustræti fyrir framan Alþingishúsið. Strax á eftir verður haldinn blaðamannafundur fyrir Meistaradeild í hestaíþróttum á Hótel Borg þar sem keppni vetrarins verður kynnt ásamt því að undirritaðir verða kostunarsamningar við þau fyrirtæki sem munu styðja við deildina í vetur. 

Meistaradeild í hestaíþróttum er mótaröð 6 móta með hálfs mánaðar millibili frá 9. febrúar fram í byrjun apríl. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer fram annað hvert fimmtudagskvöld annars vegar í Fákaseli í Ölfusinu og í Samskipahöllinni í Kópavogi. Einnig er sýnt beint frá keppninni á Stöð 2 sport.