sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeildin að hefjast

27. janúar 2015 kl. 12:24

Ólafur Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi sigruðu fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum árið 2014. Hér er Hugleikur í forgrunni og Ólafur hampar verðlaunum þeirra í bakgrunni.

Keppt verður í fjórgangi.

Undirbúningur undir eina mest spennandi keppnisröð í hestaíþróttum er í fullum gangi en mótaröðin byrjar á fimmtudaginn kl 19:00. Mikill spenningur er fyrir Meistaradeildinni enda koma þar saman bestu knapar landsins.

Forsala aðgöngumiða er hafin í Top Reiter, Líflandi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Aðgangseyrir á mótið er 1.500 krónur en einnig er hægt að kaupa ársmiða á aðeins 5.000 kr. (þú sparar því 2.500 kr.)

Sigurvegararnir frá því fyrra munu mæta en það eru þeir Ólafur B. Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi. Þeir áttu glæsilega sýningu og sigruðu örugglega með 8.27. Það verður graman að sjá hvað þeir gera í ár. Olil Amble var önnur í fyrra á Fálmari frá Ketilsstöðum og í þriðja sæti voru þeir Eyjólfur og Hlekkur frá Þingnesi en Eyjólfur er búsettur erlendis og verður því ekki með í deildinni í ár.

Árni Björn mætir með Skímu frá Kvistum en gaman verðru að sjá hana í keppni en þetta eru fyrstu skref hennar á keppnisvellinum. Sést hefur til Olil Amble á æfingum á Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum en þær stöllur sigruðu gæðingafimina í fyrra. 

Ráslisti fyrir fjórganginn verður birtur á morgun en öruggt er að um hörkukeppni verður að ræða. Hvetjum alla til að tryggja sér miða.