fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild VÍS hefst á fimmtudag

25. janúar 2010 kl. 09:24

Sjónvarpsþáttur á RÚV og beinar útsendingar á vef Hestafrétta

Keppni í Meistaradeild VÍS hefst næstkomandi fimmtudag, 28. janúar, í Ölfushöllinni klukkan 19.30. Keppt verður í Smala/hraðafimi, sem er þrautakeppni þar sem reynir á fimi, jafnvægi og samspil manns og hests.

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er mótaröð sjö móta, sem haldin eru annan hvern fimtudag frá 28. janúar fram í lok apríl. Keppendur eru allt knapar í fremstu röð. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna með sama nafni og dyggilega studd af Vátryggingafélagi Íslands. Að venju sér RÚV um gerð sjónvarpsþáttar sem sýndur er eftir hvert mót og beinar útsendingar verða á vef Hestafrétta.

Keppnin er liða- og einstaklingskeppni. Liðin eru sjö og þrír knapar í hverju liði. Liðin sem keppa að þessu sinni eru: Auðsholtshjáleiga, Árbakki/Hestvit, Frumherji, Lífland, Lýsi, Málning og Top Reiter.

Dagskrá Meistaradeildar VÍS 2010:

Hraðfimi / smali   Ölfushöll  28. janúar

Fjórgangur  Ölfushöll  11. febrúar

Slaktaumatölt  Ölfushöll  25. febrúar

Gæðingafimi  Ölfushöll  11. mars

Fimmgangur  Ölfushöll  25. mars

150m skeið, gæðingaskeið og stóðhestasýning 10. apríl 

Tölt (T1) og flugskeið Ölfushöll 22. apríl (Sumardaginn fyrsta)