mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild VÍS formlega sett

Jens Einarsson
27. janúar 2010 kl. 15:21

Keppni hefst annað kvöld í Ölfushöll

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum 2010 var sett formlega á Kjarvalsstöðum í dag. Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, undirritaði samning um áframhald á kostun deildarinnar, en VÍS hefur verið aðal styrktaraðili deildarinnar lengst af. Guðmundur Örn var jákvæður í garð hestaíþróttarinnar og taldi að þetta samstarf hefði reynst báðum vel.

Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, setti deildina. Hann fór einnig góðum orðum um framtakið og taldi það engan vafa að Meistaradeildin væri mikilvæg viðbót við hestaíþróttina og hefði aukið veg hennar í fjölmiðlum.

Fyrsta mótið af sjö í mótaröð vetrarins verður haldið í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli annað kvöld, fimmtudaginn 28. Janúar. Keppt verður í Smala/hraðafimi, sem er keppnisgrein sem samin var sérstaklega fyrir Meistaradeildina. Hún er eins og nafnið gefur til kynna, byggð á þjóðlegri reiðhefð, þar sem reynir á fimi, snerpu, jafnvægi og samspili knapa og hests. Keppnin hefst klukkan 19.30.

Sala á ársmiðum Meistaradeildar VÍS er í fullum gangi í verslununum Líflandi og Top Reiter í Reykjavík og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Ársmiðinn kostar kr. 5.000,-

Engin forsala aðgöngumiða verður fyrir Smalann. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn í Ölfushöllinni og er aðgangseyrir á mótið kr 1.500,- fyrir þá sem hafa ekki tryggt sér ársmiða.

Ráslisti fyrir Smala:

1 Ragnar Tómasson Lífland Hekla frá Selfossi

2 Teitur Árnason Árbakki / Hestvit Örk frá Uxahrygg

3 Viðar Ingólfsson Frumherji Tófa frá Laugavöllum

4 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Snilld frá Auðsholtshjáleigu

5 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Bróðir frá Stekkjadal

6 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Hestvit Saga frá Lynghaga

7 Sigurður Sigurðarson Lýsi Reykur frá Minni-Borg

8 Artemisia Bertus Auðsholtshjáleiga Grýta frá Garðabæ

9 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter Alda frá Hvoli

10 Sigurður Vignir Matthíasson Málning Gyðja frá Kaðlastöðum

11 Halldór Guðjónsson Lýsi Nóta frá Margrétarhofi

12 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Bjarki frá Sunnuhvoli

13 Hinrik Bragason Árbakki / Hestvit Vaka frá Akurgerði

14 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter  Perla frá Skriðu

15 Jakob Svavar Sigurðsson Frumherji Blær frá Akranesi

16 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Ösp frá Enni

17 Valdimar Bergstað Málning Stúfur frá Miðkoti

18 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Hrafn frá Miðkoti

19 Lena Zielinski Lýsi Hekla frá Hólshúsum

20 Daníel Jónsson Top Reiter  Ringó frá Kanastöðum

21 Árni Björn Pálsson Lífland Lýsa frá Steinnesi