sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild VÍS 2011

1. október 2010 kl. 09:38

Meistaradeild VÍS 2011

Meistaradeild VÍS verður starfrækt næsta vetur sem fyrr..

enda löngu búin að skjóta rótum í hugarheim og lífi hestamanna. Aðalfundur verður haldinn fljótlega og er beðið eftir ársuppgjöri til að hægt verði að kynna það. Gert er ráð fyrir einhverri  endurnýjun á fólki í stjórn en það er á umræðustigi ennþá.
Verið er að vinna í því hverjir munu styrkja deildina á næsta ári og verður það væntanlega kynnt á aðalfundi.
Ýmsar hugmyndir eru í umræðu meðal þeirra er standa á bakvið deildina og er áhugi á því að lyfta henni enn hærra.
Eftir aðalfund verður farið í kynningu á starfi næsta árs.