fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild Ungmenna 2020

29. október 2019 kl. 21:09

Meistardeild Ungmenna verður haldin í fyrsta skipti núna í vetur.

 

 

 Staðsetning verður Fákasel í Ölfusi og mun deildin fara fram á föstudagskvöldum og hefst keppni kl 18:00 (7.feb, 21.feb, 6.mars, 20.mars)

Það hafa 6 lið skráð sig til leiks og verða þau öll með í deildinni í vetur. Bjóðum við þau velkomin.

Höfum fengið nokkrar ábendingar um ungmenni sem langar að vera með en hafa ekki náð saman liði.

Ef einhver ungmenni langar að vera með þá má senda póst á fakasel@fakasel.is og láta vita af sér, þá getum við tekið það saman og útbúið lið. Einnig ef einhver lið vilja bætast við eru þau velkomin að senda inn. Skráningarfrestur á þessu er 10.nóvember. Ef mikill skráning verður þá verður dregið úr þeim liðum sem skrá sig hér eftir.

Nánari úrfærsla og kynning liða verða fljótlega.

framkvæmdarnefnd