þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild ungmenna 2020

10. október 2019 kl. 17:20

Benjamín Sandur fagnar sigri í fimmgangi ungmenna á Íslandsmótinu í sumar

Takk fyrir frábær viðbrögð þið sem mættuð á fundinn síðast liðinn þriðjudag sem haldinn var í Fákaseli um málefnið Meistaradeild Ungmenna einnig þeir sem sýnt hafa málefninu áhuga en komust ekki á fundinn.

Við sem stóðum að þessum kynningarfundi teljum að þetta hafi einnig verið stofnfundur Meistaradeildar Ungmenna. Fjöldi fundarmanna var mættur til að leggja málefninu lið, einnig voru nokkrir fundarmenn tilbúnir til að koma í framkvæmdarnefnd fyrir deildina og þökkum við þeim frumkvæðið því svona hlutir gerast ekki að sjálfu sér.

Næstu skref eru þau að ungmenni safna sér saman í lið og sækja um til og með 24.október 2019 með því að senda inn liðið með nöfnum þeirra liðsmanna á netfangið fakasel@fakasel.is með nöfnum þeirra liðsmanna sem eru í liðinu. Best er að hafa fullmannað lið en einnig má senda inn þó vanti einn liðsmann. Með umsókninni þarf að vera nafn, sími og netfang tengiliðar liðsins.

Meistardeild Ungmenna 2020

- Eingöngu liðakeppni

- 4 liðsmenn í liðinu

- 5 keppnisgreinar: T1, V1, F1, Gæðingafimi og skeið í gegnum höllina

- Staðsetning er Fákasel í Ölfusi

- tími og dagsetningar: föstudagskvöld kl 18:00 (7.feb, 21.feb, 6.mars, 20.mars)

Nánari útfærslur á framkvæmd og reglum deildarinnar verða kynntar þegar þátttaka liggur fyrir.

Framkvæmdarnefnd