sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild UMFÍ

31. ágúst 2010 kl. 15:45

Meistaradeild UMFÍ

Eins og menn rekur minni til, varð að fresta meistaradeild UMFÍ sem átti að ljúka í lok apríl.  Þá hafði hestapestin tekið sér bólfestu á nokkrum stöðum hér Sunnanlands og ekki talið ráðlegt að boða til síðasta mótsins í mótaröðinni.  Nú hefur hins vegar verið blásið til leiks og mun síðasta mótið verða haldið í Rangárhöllinni þriðjudaginn 31. ágúst og hefst kl. 18.00.  Keppt verður í tölti T1 og skeiði.  Vel hefur gengið að fá knapa meistaradeildarinnar í gírinn og væntum við þess að um geysiharða og skemmtilega keppni verði að ræða.  Hvetjum alla til að mæta og sýna krökkunum að við höfum ekki minni áhuga á þeirra meistaradeild en meistaradeild fullorðinna.