miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild UMFÍ - æfingatímar

20. mars 2009 kl. 12:58

Meistaradeild UMFÍ - æfingatímar

Á morgun laugardaginn 21. mars kl. 11:00 verður keppt í Rangárhöllinni í smala og fjórgangi.  Smalabrautin er nú tilbúin og gefst keppendum kostur á að æfa í dag, en húsið verður opið til kl. 22:00 og frá kl. 8:00 á morgun til kl. 10:00.   Húsvörður Hallarinnar hefur upplýsingar um hvernig á að ríða smalabrautina.  Einnig hangir uppi teikning af brautinni.  Eins og áður er aðgangur ókeypis fyrir þá sem vilja sjá meistaradeildarknapa nútíðar og framtíðarinnar spreyta sig.