föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild: Ráslistar fyrir Gæðingafimi

9. febrúar 2011 kl. 10:48

Meistaradeild: Ráslistar fyrir Gæðingafimi

Það eru engar smá stjörnur sem keppendur Meistaradeildar tefla fram í keppni í gæðingafimi á annað kvöld og á
ráslistanum má sjá hátt dæmda stóðhesta, Íslandsmeistara,
Landsmótssigurvegara, hross sem hafa verið í toppbaráttunni á
keppnisvellinum og stjörnur framtíðarinnar. Meistaradeildin hefur nú sent frá sé ráslista í gæðingafimi.

Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir keppendur. Þar eru allir þættir dæmdir
sérstaklega og síðan heildarútlit sýningarinnar. Það sem dómararnir horfa
meðal annars á er hversu margar og erfiðar æfingar parið gerir og hvernig
þær eru framkvæmdar, hvernig æfingarnar blandast við gangtegundir, flæði
sýningarinnar, fjölhæfni og styrkleiki gangtegunda. Knapar þurfa að sýna
að lágmarki þrjár gangtegundir og fimm fimiæfingar og er einungis ein
skylduæfing, en hún er opinn sniðgangur á tölti. Lengd sýningar má vera að
hámarki þrjár og hálf mínúta.Keppnin hefst annað kvöld klukkan 19:30 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli.

Það
verður engin forsala en aðgangseyrir er krónur 1.500 fyrir fullorðna og
krónur 500 fyrir 12 ára og yngri. Sala á ársmiðum er enn í fullum gangi í
verslununum Top Reiter, Líflandi og Baldvini og Þorvaldi og kostar
ársmiðinn krónur 5.000.Hér að neðan er ráslistinn fyrir gæðingafimina:1            Sigursteinn Sumarliðason - Spónn.is - Geisli frá Svanavatni


2            Hulda Gústafsdóttir - Árbakki / Norður-Götur - Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu


3            Vignir Siggeirsson - Hrímnir - Heljar frá Hemlu


4            Bergur Jónsson - Top Reiter / Ármót / 66°Norður - Simbi frá Ketilsstöðum


5            Anna Valdimarsdóttir - Málning / Ganghestar - Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu


6            Hekla Katharína Kristinsdóttir – Auðsholtshjáleiga - Vígar frá Skarði


7            Sigurður Óli Kristinsson - Lýsi - Svali frá Feti


8            Jakob Svavar Sigurðsson - Top Reiter / Ármót / 66°Norður - Árborg frá Miðey


9            Sigurður Sigurðarson - Lýsi - Hljómur frá Höfðabakka


10            Teitur Árnason - Árbakki / Norður-Götur - Þulur frá Hólum


11            Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Auðsholtshjáleiga - Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu


12            Sigurður Vignir Matthíasson - Málning / Ganghestar - Máttur frá Leirubakka


13            Þorvaldur Árni Þorvaldsson - Top Reiter / Ármót / 66°Norður - Kiljan frá
Steinnesi


14            Bylgja Gauksdóttir – Auðsholtshjáleiga - Grýta frá Garðabæ


15            Viðar Ingólfsson - Hrímnir - Röskur frá Sunnuhvoli


16            Sólon Morthens - Spónn.is - Frægur frá Flekkudal


17            Sigurbjörn Bárðarson - Lýsi - Jarl frá Mið-Fossum


18            Hinrik Bragason - Árbakki / Norður-Götur - Sveigur frá Varmadal


19            Henna Johanna Sirén - Spónn.is - Gormur frá Fljótshólum 3


20            Valdimar Bergstað - Málning / Ganghestar - Leiknir frá Vakurstöðum


21            Snorri Dal - Hrímnir - Helgi frá Stafholti