laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild - ráslistar fjórgangur

25. janúar 2011 kl. 12:24

Meistaradeild - ráslistar fjórgangur

Á fimmtudaginn fer fram fyrsta mótið af sex í Meistaradeild í hestaíþróttum. Keppt verður í fjórgangi og hefst keppni klukkan 19:30 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli...

Margar stórstjörnur eru skráðar til leiks og má gera ráð fyrir æsispennandi keppni allt til enda.
Forsala ársmiða er hafin og fer hún fram í verslunum Líflands, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi. Ársmiðinn kostar krónur 5.000,- en aðgangseyrir á hvert mót er krónur 1.500,- og hefst forsala aðgöngumiða fyrir fjórgangsmótið í sömu verslunum á morgun, miðvikudag.
Mikil stemming hefur verið á fjórgangsmótunum undanfarin ár og má gera ráð fyrir að árið í ár verði engin undantekning. Húsið tekur um 800 manns eftir að stúkunni var breytt í fyrra og má gera ráð fyrir því að það verði þétt setið á bekkjunum á fimmtudag því mikil stemming er fyrir mótinu.

Hér að neðan er rásröðin fyrir fjórganginn:

Rásröð    Nafn    Lið    Hestur
1    Viðar Ingólfsson    Hrímnir    Nasi frá Kvistum
2    Ævar Örn Guðjónsson    Spónn.is    Borði frá Fellskoti
3    Snorri Dal    Hrímnir    Gustur frá Stykkishólmi
4    Jakob Svavar Sigurðsson    Top Reiter / Ármót    Ófelía frá Holtsmúla 1
5    Hinrik Bragason    Árbakki / Norður-Götur    Sveigur frá Varmadal
6    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Loki frá Selfossi
7    Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Penni frá Glæsibæ
8    Sigurður Óli Kristinsson    Lýsi    Alvar frá Nýjabæ
9    Anna Valdimarsdóttir    Málning / Ganghestar    Ketill frá Vakurstöðum
10    Sólon Morthens    Spónn.is    Glæsir frá Feti
11    Teitur Árnason    Árbakki / Norður-Götur    Vignir frá Selfossi
12    Sigursteinn Sumarliðason    Spónn.is    Geisli frá Svanavatni
13    Bylgja Gauksdóttir    Auðsholtshjáleiga    Hersveinn frá Lækjarbotnum
14    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter / Ármót    Hrafndynur frá Hákoti
15    Arnar Bjarki Sigurðarson    Hrímnir    Röskur frá Sunnuhvoli
16    Bergur Jónsson    Top Reiter / Ármót    Vakar frá Ketilsstöðum
17    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Glefsa frá Auðsholtshjáleigu
18    Sigurður Vignir Matthíasson    Málning / Ganghestar    Kall frá Dalvík
19    John Kristinn Sigurjónsson    Málning / Ganghestar    Kraftur frá Strönd
20    Hekla Katharína Kristinsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Gautrekur frá Torfastöðum
21    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Norður-Götur    Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu
www.meistaradeild.is