þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild Norðurlands fullmönnuð

2. febrúar 2012 kl. 11:27

Ísólfur Líndal var í miklu stuði í úrtöku KS-deildarinnar í hestaíþróttum í Svaðastaðahöllinni. Myndin er tekin á Kaldármelum 2009.

Ísólfur Líndal í stuði

Rósberg Óttarsson:

Úrtaka fyrir Meistaradeild Norðurlands var haldin í gærkvöldi. Fimmtán knapar börðust um þau átta sæti sem í boði voru og var keppt í fjór- og fimmgangi. Fyrir mótið var gefið út að sex sæti væru í boði en sökum þess að tveir knapar sem áttu öruggt sæti taka ekki þátt var ákveðið að keppt yrði um átta sæti. Keppni var hörð og mörg góð hross tóku þátt. Eftir fjórganginn var Líney María Hjálmarsdóttir efst á Þyt frá Húsavík með 6,60 ,næstur kom Ísólfur Líndal Þórisson á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  með 6,40 og þriðja var Fanney Dögg Indriðadóttir á Gretti frá Grafarkoti með 6,37.

Í fimmgangnum hafði Ísólfur þó nokkra yfirburði og sigraði á Kvaran frá Lækjarmóti með einkunina  6,60 og tryggði sér jafnframt sigurinn í samanlögðu. Annar í fimmgangi varð Sveinn Brynjar Friðriksson á Glaumi frá Varmalæk með 6,33 og þriðji varð Þórarinn Ragnarsson og Mökkur frá Hólmahjáleigu með 6,20. Liney María sem leiddi eftir fjórganginn náði sér ekki á strik í fimmganginum og varð að láta sér linda níunda sætið í heildarkeppninni.

Fjórgangur
Knapi Hestur Eink
Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík  6,63
 Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahv 6,40
Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti   6,37
Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri-Ey  6,33
Þorbjörn H Matthíasson Blakkur frá Bergstöðum 6,13
Arnar Bjarki Sigurðarson Kolfinna frá Sunnuhvoli  6,07
Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti  6,03
 Þorsteinn Björnsson  Leynir frá Hólum  6,00
Guðmundur Tryggvason Ás frá Skriðulandi  5,90
Viðar Bragason  Björg frá Björgum  5,70
Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk  5,63
Þórarinn Ragnarsson  Hrafnhetta frá Steinnesi 5,60
Hekla Katarína Kristinsdóttir Hrymur frá Skarði  5,57
Halldór Þorvaldsson  Safír frá Barði   5,13
Þóranna Másdóttir  Ræll frá Gauksmýri  4,93
 
Fimmgangur
Knapi Hestur Eink
Ísólfur Líndal Þórisson Kvaran frá Lækjamóti  6,60
Sveinn Brynjar Friðriksson Glaumur frá Varmalæk 6,33
Þórarinn Ragnarsson  Mökkur frá Hólmahjáleigu 6,20
Viðar Bragason  Sísi frá Björgum  6,17
Þorsteinn Björnsson  Kylja frá Hólum   6,10
Hekla Katarína Kristinsdóttir Hringur frá Skarði   6,07
Baldvin Ari Guðlaugsson Jökull frá E-Rauðalæk  6,07
Þorbjörn H Matthíasson Gýgja frá L-Garði  6,07
Elvar Logi Friðriksson Návist frá Lækjamóti   5,87
Fanney Dögg Indriðadóttir Kasper frá Grafarkoti  5,53
Líney María Hjálmarsdóttir Ronía frá Íbishóli  5,23
Guðmundur Tryggvason Trú frá Árdal   5,20
Arnar Bjarki Sigurðarson Arnar frá Blesastöðum2A 5,03
Halldór Þorvaldsson  Draupnir frá Dalsmynni 4,93
Þóranna Másdóttir  Aska frá Dalbæ  4,13
 
Samanlagt
Knapi Eink
1.     Ísólfur Líndal Þórisson  6,500
2.     Baldvin Ari Guðlaugsson  6,202
3.     Þorbjörn H Matthíasson  6,102
4.     Þorsteinn Björnsson   6,050
5.     Sveinn Brynjar Friðriksson  5,982
6.     Elvar Logi Friðriksson  5,952
7.     Fanney Dögg Indriðadóttir  5,948
8.     Viðar Bragason   5,935
 
9.     Líney María Hjálmarsdóttir  5,932
10.     Þórarinn Ragnarsson   5,900
11.     Hekla Katarína Kristinsdóttir  5,818
12.     Guðmundur Tryggvason  5,550
13.     Arnar Bjarki Sigurðarson  5,548
14.     Halldór Þorvaldsson   5,032
15.     Þóranna Másdóttir   4,532