miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild Norðurlands 2012 - KS-deildin

9. janúar 2012 kl. 18:13

Verðlaunahafar í KS-deildinni í fyrra.

Úrtaka 25. janúar

Meistaradeild Norðurlands 2012, KS-deildin, verður á sínum stað í Svaðastaðahöllinni í vetur. Úrtaka fer fram 25. janúar og hefst kl: 20:00. Keppt verður í fjór- og fimmgangi. Keppt verður um 6 sæti.

Þar sem tveir keppendur hafa afboðað þátttöku vegna  flutnings af svæðinu, áskilur stjórn deildarinnar sér rétt til að úthluta tveimur sætum til viðbótar ef viðunandi árangur í úrtöku næst.
 
Skráning þarf að fara fram fyrir föstudagskvöldið 20. janúar hjá Eyþóri í síma 848-2725 og Stefáni í síma 860-2050