sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild á miðvikudögum

14. febrúar 2012 kl. 11:57

Meistaradeildin hefur verið flutt yfir á miðvikudaga hjá RÚV.

Nýr og betri sýningartími segir stjórnarformaður deildarinnar

Útsendingar RÚV frá Meistaradeild í hestaíþróttum hafa verið seint á þriðjudagskvöldum. Að sögn Kristins Skúlasonar, stjórnarformanns Meistaradeildarinnar, hefur deildin fengið nýjan og betri útsendingartíma, sem er á miðvikudagskvöldum klukkan 20.45. Er það mat aðstandenda Meistaradeildarinnar að þessi útsendingartími henti hestamönnum betur en sá fyrri.