þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild Líflands og æskunnar að hefjast

16. febrúar 2017 kl. 11:00

sunnudaginn 19 febrúar er fyrsta mót og er það Hrímnis-Fjórgangur

Meistaradeild Líflands og æskunnar er mótaröð þar sem keppa tíu lið með fimm liðsmenn innanborðs og hafa fjórir keppnisrétt á hverju móti og er deildin bæði liðakeppni og einstaklingskeppni.

Þarna eru framtíðar keppnisknapar okkar að fá frábært tækifæri til að spreyta sig í keppni innanhúss. Mikill metnaður er í liðunum og hefur sést til margra góðra hrossa á æfingumm í TM höllinni.Við hvetjum alla áhugasama um að koma og fylgjast með, að sjálfsögðu er frítt innMeðfylgjandi er slóð inn á viðburð á Facebook þar sem lifandi niðurstöður verða væntanlegar birtar.

https://www.facebook.com/events/1214091058667602/Keppt verður á sunnudögum í TM höllinni í Fáki, síðasta mótið og lokahófið verður 11.apríl sem er þriðjudagur.19.feb Fjórgangur V1
12.mars Fimmgangur F1
26.mars Slaktaumatölt T2 og Skeið í gegnum höllina.
11. apríl Tölt T1
11. apríl lokahóf og verðlaunaafhendingar, stigahæðstu knaparnir, stigahæðstu liðin, oflNefndin