mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild KS í hestaíþróttum

13. apríl 2019 kl. 11:05

Sigurlið Hrímnis í Meistaradeild KS 2019

Lið Hrímnis sigraði fimmta árið í röð í liðakeppni!! Hér er viðtal við Þórarinn Eymundsson liðsstjóra liðsins

Lið Hrímnis stóð sig vel í meistaradeild KS í hestaíþróttum þennan veturinn og var það fimmta árið í röð sem liðið sigrar.

Auk Þórarins eru í liðinu: Líney María Hjálmarsdóttir bóndi og reiðkennari á Tunguhálsi, Valdís Ýr Ólafsdóttir tamningakona og reiðkennari, Finnur Jóhannesson Hólanemi og Sina Scholz reiðkennari við Hólaskóla. Þjálfari Hrímnis er Arndís Brynjólfsdóttir reiðkennari og þjálfari á Vatnsleysu.

Lokastaðan í iðakeppnin í Meistaradeild KS 2019:
1 Hrímnir 310
2 Skoies/Prestige 290
3 þúfur 287
4 Hofstorfan 235
5 Leiknisliðið 233
6 Flúðasveppir 207,5
7 Lið Kerckhaert 153,5
8 Byko 144