sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild í hestaíþróttum tilkynning

8. maí 2013 kl. 09:39

Meistaradeild í hestaíþróttum tilkynning

„Laust er til umsóknar fyrir keppnislið að sækja um að komast í umspil fyrir þátttökurétt fyrir keppnisárið 2014 við það keppnislið sem var með lægsta heildarskorið í mótaröð MD sem lauk 5.apríl s.l

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að sækja um að koma með keppnislið verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

·     Fjórir knapar í liði

·     Tilnefningar til knapaverðlauna sl. Tvö ár

·     Verða að vera með skráðan árangur á World Ranking lista

 

Keppt verður í eftirfarandi greinum

Tölt T1

Fjórgang

Fimmgang

Það er eingöngu forkeppi  sú einkunn gildir, enginn úrslit riðin.

Þrír knapar keppa fyrir hvert lið sem sækja um þátttöku.

Umsóknarfrestur er 10 dagar og lýkur 16.maí, umspilið verður fimmtudaginn

30. maí n.k kl: 20:00 á Ingólfshvoli Ölfusi.

Allar umsóknir sendist á netfangið info@meistaradeild.is nánari upplýsingar veitir Kristinn Skúlason í síma 822-7009,segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni