þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild í hestaíþróttum sett

25. janúar 2011 kl. 16:21

Kostunaraðilar undirrita samninga: Helga Guðrún Johnson, O. Johnson&Kaaber, Auður B. Guðmundsdóttir, VÍS, Kristinn Skúlason, formaður Meistaradeildar, Bergþóra Þorkelsdóttir, Líflandi, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, gjaldkeri Meistaradeildar.

Fyrsta mót á fimmtudag

Meistaradeild í hestaíþróttum 2011 var formlega sett í Nauthólsvík í dag. Sjö lið keppa í deildinni í vetur: Auðsholtshjáleiga, Árbakki/Norður-Götur, Hrímnir, Lýsi, Málning/Ganghestar, Spónn.is, og Top Reiter/Ármót. Þrír kostunaraðilar styðja deildina: VÍS, Lífland og Mustad (O. Johnson&Kaaber). Samkomulag allra þessara aðila var undirritað í Nauthól.

Kristinn Skúlason, stjórnarformaður Meistaradeildar, sagði að deildin hefði gengið í gegnum talsverðar breytingar á þessu sjötta starfsári hennar. Ný stjórn hefur tekið við og nýr formaður. Auk þess hefur keppnisgreinin Smali verið felld niður vegna endurskoðunar á henni.

Þess má að lokum geta að Meistaradeildin hefur gert samning við Sport TV sem mun sjá um upptökur og umsjón birtinga í samráði við RÚV. Hægt verður að sjá keppnina í beinni útsendingu á Netinu með því að fá sent lykilorð í farsímann, sem tryggir aðgang hestaunnenda um allan heim að Meistaradeildinni. Fyrsta mótið í Meistaradeildinni verður á fimmtudagskvöldið í Ölfushöllinni og verður keppt í fjórgangi.