föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild í hestaíþróttum að byrja

11. nóvember 2013 kl. 09:54

Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi hafa verið farsælir í fjórgangskeppni Meistaradeildarinnar

Hefst á fjórgangi 23. janúar 2014

Undirbúningur undir eina mest spennandi keppnisröð í hestaíþróttum er í fullum gangi.   Mikill spenningur er fyrir Meistardeildinni enda koma þar saman okkar bestu knapar ásamt því að þar má sjá eitt besta úrval af hestakosti landsins.   

Stjórn Meistaradeildarinnar hefur gengið frá samningi við nýja rekstraraðila Ölfushallarinnar og mun keppnin verða haldin þar eins og undanfarin ár.  Miklar breytingar standa nú yfir á Ölfushöllinni og m.a. mun veitingaaðstaðan batna til muna auk þess sem tæknin í reiðhöllinni sjálfri hefur farið mjög fram. 

Keppnisfyrirkomulag MD 2013 verður óbreytt frá því í fyrra þ.e. keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, gæðingafimi, tölti, skeiðgreinum úti, slaktaumatölti og skeiði í gengum höllina og dagsetningar mótaraðarinnar 2014 verða þessar. 

Fimmtudagur 23 janúar : Fjórgangur 
Fimmtudagur 6 febrúar : Gæðingafimi 
Fimmtudagur 20 febrúar : Fimmgangur 
Fimmtudagur 6 mars : Tölt 
Laugardagur 22 mars : Skeiðgreinar - úti. 
Föstudagur 4 apríl : Slaktaumatölt og skeið - Lokahátíð 
Eftir á að ákveða hvar skeiðkeppnin úti verður haldin en það verður tilkynnt snemma næsta árs. 

Nú er um að gera að taka frá þessar dagsetningar strax og svo tryggja sér ársmiða á viðburðina en þeir koma til sölu í öllum helstu hestavöruverslunum um næstu mánaðarmót.