miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild frestað um viku

26. janúar 2012 kl. 11:39

Fyrsta móti í Meistaradeild í hestaíþróttum hefur verið frestað um viku.

Fyrsta mótið verður haldið fimmtudaginn 2. febrúar klukkan 19:00

Stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum hefur í samráði við liðseigendur og liðsstjóra tekið þá ákvörðun að fresta mótinu í kvöld vegna mikllar ófærðar og slæms veðurs.

Að höfðu samráði við Veðurstofu, Vegagerð og liðstjóra deildarinnar lítur illa út með veður og færð næstu 2 sólarhringa og því verður fyrsta mótinu frestað um eina viku. Samkvæmt veðurfræðing er útlit fyrir milt og gott veður og góðri færð í næstu viku og þeir ráðlögðu okkur eindregið að fresta mótinu um þennan tíma.

Fyrsta mótið verður því haldið fimmtudaginn 2. febrúar klukkan 19:00.

Þeir sem hafa tryggt sér miða í forsölu á mótið í kvöld en hafa ekki tök á að mæta eftir viku geta snúið sér til söluaðila og fengið endurgreitt.

Kveðja,
Stjórn Meistaradeildar