mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild Cintamani - Ráslisti í gæðingafimi

12. mars 2019 kl. 21:27

Konsert frá Hofi, Knapi Jakob Svavar Sigurðsson

Keppni í gæðingafimi fer fram í TM Höllinni í Víðidal á fimmtudagskvöldið. Á ráslistanum eru margir af bestu knöpum landsins.

Keppni í gæðingafimi er að verða eitt af aðalsmerkjum Meistaradeildarinnar og leggja knapar mikinn metnað í það að koma fram með vel undirbúinn atriði, þar sem þjálfun og uppbygging þeirra skín í gegn á frábærum reiðskjótum.

Ráslistinn ber þess merki að allir áhugamenn um reiðmennsku, og hinn íslenska gæðing, ættu að geta séð eitthvað við sitt hæfi á fimmtudagskvöldið þegar keppni í gæðingafimi fer fram í TM Höllinni í Víðidalnum.

Árni Björn Pálsson sigraði síðast þegar keppt var í gæðingafimi á Flaumi frá Sólvangi, þeir félagar mæta aftur til leiks og hyggjast verja titil sinn. Julio Borba varð í öðru sæti árið 2018 á Glampa frá Ketilsstöðum, Bergur Jónsson mun sýna Glampa í ár og ætlar sér ekki að verða eftirbátur hins Portúgalska reiðmeistara. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir varð í þriðja sæti árið 2018 á Óskari frá Breiðstöðum, hún mætir á honum í ár og sýnir hann vafa lítið af sinni alkunnu mýkt og sanngirni.

Jakob Svavar, sem leiðir einstaklingskeppnina, mætir með Konsert frá Hofi sem er hestamönnum vel kunnugur. Flugnæmur og flinkur hestur sem gaman verður að sjá í keppni í gæðingafimi.

Þessi upptalning á knöpum og hrossum hefur þó að öllum líkindum lítið með það að gera hver stendur efstur á palli að lokinni keppni. Ráslistinn er hér fyrir neðan og eitt er ljóst, að allir geta sigrað. 

1.Jóhanna Margrét Snorradóttir  Kári frá Ásbrú

2.Árni Björn Pálsson    Flaumur frá Sólvangi

3.Hanne Smidesang   Roði frá Hala

4.Teitur Árnason    Brúney frá Grafarkoti

5.Ólafur Andri Guðmundsson     Gerpla frá Feti

6.Hanna Rún Ingibergsdóttir    Grímur frá Skógarási

7.Ragnhildur Haraldsdóttir    Úlfur frá Mosfellsbæ

8.Jakob Svavar Sigurðsson    Konsert frá Hofi

9.Hinrik Bragason   Prins frá Hellu

10.Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Sproti frá Enni

11.Eyrún Ýr Pálsdóttir   Kjarval frá Blönduósi

12.Elin Holst   Frami frá Ketilsstöðum

13. Hulda Gústafsdóttir   Draupnir frá Brautarholti

14.Þórarinn Ragnarsson    Leikur frá Vesturkoti

15.Ásmundur Ernir Snorrason    Frægur frá Strandarhöfði

16.Bergur Jónsson   Glampi frá Ketilsstöðum

17.Sigurbjörn Bárðarson   Nagli frá Flagbjarnarholti

18. Viðar Ingólfsson   Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II

19. Guðmundur Björgvinsson    Herkúles frá Ragnheiðarstöðum

20. Olil Amble   Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum

21.Arnar Bjarki Sigurðarson   Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum

22.Helga Una Björnsdóttir   Þoka frá Hamrsey

23. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir   Óskar frá Breiðstöðum