laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild að Ármótum

14. mars 2012 kl. 14:30

Meistaradeild að Ármótum

Næsta mót Meistaradeildar mun fara fram utandyra að Ármótum á Rangárvöllum laugardaginn 24. mars nk.

Leikar hefjast kl. 10 og keppt verður í 250 m skeiði og gæðingaskeiði. Í hléi verða nokkrir glæsilegir stóðhestar sýndir, meistarakokkurinn Úlfar Eysteinsson mun reiða fram dýrindis veitingar á Sælukránni og trúbador heldur uppi stemningu.

Það er því ekki úr vegi að hestamenn taki laugardaginn 24. mars frá og renni í fjörið á Ármóti.