miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild 2014

1. desember 2013 kl. 13:24

Ársmiðinn á MD2014

Miðasala hafin

Forsala aðgöngumiða fyrir fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum 2014 er hafin en hægt er að nálgast miðana í næstu viku. Fyrsta mótið er 23. janúar og verður þá keppt í fjórgangi. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu hestum landsins verði skráðir til leiks.

Aðgangseyrir á mótið er krónur 1.500 og krónur 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Miðarnir eru til sölu í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi, á Selfossi. Á sömu stöðum er einnig hægt að kaupa ársmiða á deildina en þeir kosta krónur 5.000.