laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistarabragur á Viðari og Tuma-

28. febrúar 2010 kl. 23:37

Meistarabragur á Viðari og Tuma-

Íslandsmeistarinn Viðarl Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi sigraði Slaktaumatöltið í Meistaradeild VÍS í kvöld. Ekki svo sem í fyrsta sinn og fyrirfram voru þeir sannarlega sigurstranglegir, enda sigrað þessa grein tvisvar eða þrisvar áður. Tumi er í fantaformi miðað við árstíma og sagði Viðar að hann væri ekki búinn að ríða honum mikið í vetur en væri nýlega farinn til þess. Viðar og Tumi hlutu 8,50 í einkunn.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Ösp frá Enni varð önnur, kom alla leið upp úr B-úrslitum og endaði mjög verðskuldað í öðru sætinu með 8,06 í einkunn. Aðspurð sagðist Þórdís Erla hafa stefnt á að komast beint í A-úrslit en orðið að fara smá Krýsuvíkurleið í þau. Hryssan var svolítið óeinbeitt á slaka taumnum í forkeppninni, vildi fara svolítið geyst og þannig gekk ekki allt upp. Í B-úrslitunum gekk allt upp og nokkuð öruggur sigur þeirra varð niðurstaðan.

Eftir forkeppnina var Jakob Svavar Sigurðsson á Auðnusyninum Al frá Lundum II annar en þurfti að gefa það sæti eftir í úrslitunum. Alur er stórefnilegur töltari og verður skeinuhættur í T2 í framtíðinni. Hann er fjaðrandi mjúkur og kominn í fallegt form hjá Jakobi.

Sjá heildarúrslit kvöldsins hér fyrir neðan.

 

A-úrslit:

1     Viðar Ingólfsson   / Tumi frá Stóra-Hofi  8,50
2     Þórdís Gunnarsdóttir   / Ösp frá Enni  8,06
3     Jakob Svavar Sigurðsson   / Alur frá Lundum II  7.96
4     Sigurbjörn Bárðarson   / Jarl frá Mið-Fossum  7.79
5     Eyjólfur Þorsteinsson   / Ósk frá Þingnesi  7.67 
6     Sigurður Sigurðarson   / Frami frá Víðidalstungu II  7.54

 

B-úrslit

1     Þórdís Gunnarsdóttir   / Ösp frá Enni  7.96
2     Hulda Gústafsdóttir   / Sveigur frá Varmadal  7.46
3     Hinrik Bragason   / Glymur frá Flekkudal  7.42
4     Halldór Guðjónsson   / Baldvin frá Stangarholti  7.29
5     Sigurður Vignir Matthíasson   / Hylur frá Stóra-Hofi  6.92

 

Forkeppni:

1     Viðar Ingólfsson   / Tumi frá Stóra-Hofi  7.9
2     Jakob Svavar Sigurðsson   / Alur frá Lundum II  7.73
3     Eyjólfur Þorsteinsson   / Ósk frá Þingnesi  7.43
4     Sigurbjörn Bárðarson   / Jarl frá Mið-Fossum  7.4
5     Sigurður Sigurðarson   / Frami frá Víðidalstungu II  7.37
6     Þórdís Gunnarsdóttir   / Ösp frá Enni  7.33
7     Hinrik Bragason   / Glymur frá Flekkudal  7.13
8     Sigurður Vignir Matthíasson   / Hylur frá Stóra-Hofi  7.1
9     Hulda Gústafsdóttir   / Sveigur frá Varmadal  7.07
10     Halldór Guðjónsson   / Baldvin frá Stangarholti  7.03
11     Þorvaldur Árni Þorvaldsson   / Goði frá Hvoli  7
12     Teitur Árnason   / Öðlingur frá Langholti  6.97
13     Bylgja Gauksdóttir   / Grýta frá Garðabæ  6.8
14     Ragnar Tómasson   / Rúnar Ormur frá Garðabæ  6.57
15     Lena Zielinski   / Fura frá Langholtsparti  6.53
16     Valdimar Bergstað   / Vafi frá Hafnarfirði  6.53
17     Artemisia Bertus   / Stund frá Auðsholtshjáleigu  6.5
18     Ólafur Ásgeirsson   / Jódís frá Ferjubakka 3  6.37
19     Daníel Jónsson   / Fursti frá Stóra-Hofi  6.23
20     Guðmundur Björgvinsson   / Skúmur frá Kvíarhóli  6.07
21     Árni Björn Pálsson   / Frans frá Feti  6.07