fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaramóti Fákasels og Ljúfs frestað

21. febrúar 2015 kl. 20:35

Annabella og Eyrún sigruðu fjórganskeppni Meistaramóts Fákasels og Léttis.

Bágleg veðurspá setur strik í reikninginn.

Ákveðið hefur verið að fresta Meistaramóti Fákasels og Ljúfs vegna báglegrar veðurspár. Stefnt er að halda mótið eftir viku, eða sunnudaginn 1. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mótanefnd Ljúfs.

"Skráning verður opin áfram og þær skráningar sem þegar hafa borist halda sér. Ef fólk hefur ekki kost á að mæta eftir viku, þá vinsamlegast senda tölvupóst á elka@simnet.is og afskrá ásamt bankaupplýsingum til að hægt sé að endurgreiða skráningagjöld."