miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meðvitaður í formi

4. nóvember 2014 kl. 17:00

Pilates- og jógaæfingar ásamt hefðbundnum teygjum eru sérstaklega góð leið til að styrkja stoðkerfið og auka hreyfanleika. Reiðmennska reynir mikið á bakhluta knapans. Þessi staða, sem kölluð er hundurinn, er góð fyrir stífa bakvöðva og læri knapans

Hugað að heilsu hestamannsins.

Það gefur augaleið að sá sem þjálfar hest til afkasta þarf sjálfur að vera í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi. Í reynd skiptir heilsa knapans miklu máli, segir Kjartan Guðbrandsson, einkaþjálfari og hestamaður.

,,Allir hestamenn þurfa að huga vel að líkamsbeitingu sinni við ástundun hestamennsku. En í önnum hrossaþjálfunar á líkami knapans það til að gleymast. „Það helsta sem hestamenn þurfa að gæta að er að passa axlarstöðu og draga ekki herðablöð upp fyrir eyru og enda með stífan háls og axlir. Einnig er mikilvægt að gæta styrkjafnvægis á kvið og í mjaðmagrind. Ég segi mjaðmagrind því það er ekki alveg það sama og neðra bak. Ég hef séð of mikið af vandamálum skapast þegar beitt er röngum kviðæfingum og neðrabaksæfingum, sem skaða líkamsstöðuna þegar til lengri tíma er litið.“

Kjartan sýnir lesendum nokkrar vel valdar æfingar fyrir hestamenn. í 10. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.