föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Með gullnámu í höndunum

7. nóvember 2015 kl. 17:00

Það var röð tilviljana sem færði Ásmund og Stellu að Strandarhöfði.

Á Strandarhöfði í Landeyjum starfar ungt og efnilegt par, Ásmundur Ernir Snorrason og Stella Sólveig Pálmarsdóttir. Stella og Ásmundur, eða Ási eins og hann er oftast kallaður, voru bæði ötul á keppnisbrautinni á sínum yngri árum og náðu góðum árangri. Ási nældi sér í nokkra Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum og var hann valinn efnilegasti knapi ársins árið 2012. Ásmundur og Stella hafa nú tekið við daglegum rekstri á hrossaræktarbúinu. þar sem þau sjá um hunda, hesta, rollur og hænur.

"Mig langaði ekkert að fara á Strandarhöfuð þar sem ég hafði ekki heyrt um eitt gott hross þaðan. Svo kom ég þangað og byrjaði að ríða út og áttaði mig á því að ég væri kominn í gullnámu."

Viðtalið við Ásmund og Stellu er hægt að lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóst eidfaxi@eidfaxi.is.