þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Með ástundun verður draumurinn að veruleika

19. janúar 2015 kl. 15:27

Parið Gústaf Ásgeir og Jóhanna Margrét hafa stundað hestamennskuna frá unga aldri og voru bæði tilnefnd sem efnilegustu knapar ársins 2014.

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Jóhanna Margrét Snorradóttir eru ung á uppleið.

Ungu knaparnir okkar eru ein dýrmætasta eign hestamennskunar. Parið Gústaf Ásgeir og Jóhanna Margrét hafa stundað hestamennskuna frá unga aldri og voru bæði tilnefnd sem efnilegustu knapar ársins 2014. Gústaf Ásgeir hlaut að þessu sinni titilinn en hann stóð sig frábærlega á síðasta ári.

Gústaf og Jóhanna hafa bæði umgengist hross frá barnsaldri og búa vel að því að eiga fjölskyldum sem stunda hestamennsku af krafti. Þau segja mikla ástundun lykilinn að góðum árangri:

„Hestamennskan er eins og aðrar íþróttir. Menn þurfa að leggja á sig og þjálfa og þjálfa. Það liggja miklar pælingar á bakvið hvern hest og mikill tími sem fer í að þjálfa þá. Það breytir engu hvort maður sé að þjálfa fyrir keppni eða reyna bæta eitthvað hross. Það hefst ekkert nema með ástundun. Þannig verður draumurinn að veruleika,” segir Gústaf Ásgeir en bæði hann og Jóhanna leggja mikið upp úr því að vera markviss í sinni þjálfun. „Við setjum okkur alltaf markmið. Það er kannski ekki skriflegt en maður er alltaf með það bakvið eyrað. Það verður að vera ákveðin stígandi í þjálfuninni þannig að maður toppi á réttum tíma.,” segir Jóhanna.

Í 1. tölublaði Eiðfaxa er viðtal við parið unga. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.