sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Með aðra hönd á Sleipnisbikarnum

10. júní 2011 kl. 10:24

Gári frá Auðsholtshjáleigu í tamningu fjögra vetra, knapi Lena Zielinski.

Gári með 51 afkvæmi fulldæmt

Gári frá Auðsholtshjáleigu verður væntanlega Sleipnisbikarhafi LM2011. Hann er nú kominn með 51 fulldæmt afkvæmi í WorldFeng. Í kynbótamati er hann með 129 stig í aðaleinkunn, miðað við útreikning í fyrra. Stóðhestar þurfa 118 stig og 50 fulldæmd afkvæmi til að hljóta heiðursverðlaun. Litlar líkur eru á að Gári dali mikið í aðaleinkunn.

Í heildina er útkoma Gára afar sterk í dómum. Meðaltal aðaleinkunna fulldæmdra afkvæma er 8,01. Fyrir kosti 7,88 og fyrir sköpulag 8,21. Þrjátíu afkvæmi eru með 8,0 og hærra í aðaleinkunn.

Þess má geta að alsystir Gára, Vordís frá Auðsholtshjáleigu, er einnig komin með heiðursverðlaun, sem og móðir þeirra, Limra frá Laugarvatni. Sjá skemmtilega frétt um Gára og fjölskyldu HÉR.