sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

MD VÍS - Smalinn á RÚV-

11. febrúar 2010 kl. 11:01

MD VÍS - Smalinn á RÚV-

Ríkissjónvarpið mun í vetur sýna samantektarþætti frá öllum mótum Meistaradeildar VÍS. Fyrsti þátturinn var sýndur á þriðjudagskvöldið var kl. 18.25 og í honum var stutt kynning á deildinni, Smalinn tekinn fyrir enda fyrsta mótið og viðtöl við knapa. Þátturinn var mjög skemmtilegur hjá íþróttafréttamanninum knáa, Samúel Erni Erlingssyni og frábært fyrir okkur hestamenn að fá hestamennskuna í sjónvarpið með þessum jákvæða þætti.

Næst á dagskrá er fjórgangurinn og við hvetjum alla til að skella sér í Ölfushöllina og horfa á mótið. Svo bíðum við spennt eftir þættinum á RÚV.