miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

MD VÍS - Smali annað kvöld

27. janúar 2010 kl. 09:31

MD VÍS - Smali annað kvöld

Sala á ársmiðum Meistaradeildar VÍS er í fullum gangi í verslununum Líflandi og Top Reiter í Reykjavík og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Ársmiðinn kostar kr. 5.000,-

Engin forsala aðgöngumiða verður fyrir Smalann. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn í Ölfushöllinni og er aðgangseyrir á mótið kr 1.500,- fyrir þá sem hafa ekki tryggt sér ársmiða.

Æfingar hafa verið í fullum gangi undanfarna daga í Ölfushöllinni og er mikil keppni komin í gang á milli liða fyrir fyrstu grein. Miklar vangaveltur hafa verið í gangi í sumum liðunum um hvaða tækni sé best að nota í brautinni. Gaman verður að sjá á fimmtudagskvöldið hvað reynist best.

Ráslistar verða birtir í dag miðvikudag.

www.meistaradeildvis.is