laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

MD VÍS - forsala miða hafin

7. febrúar 2010 kl. 10:31

MD VÍS - forsala miða hafin

Forsala aðgöngumiða fyrir næsta mót Meistaradeildar VÍS er hafin. Næsta mót verður fimmtudaginn 11. febrúar og þá verður keppt í fjórgangi.

Gera má ráð fyrir mikilli veislu þá og að hart verði barist um efstu sætin. Miðana er hægt að nálgast í verslununum Top Reiter, Líflandi og Baldvini og Þorvaldi.

Aðgöngumiðinn kostar 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri. Sala á ársmiðum er einnig í fullum gangi og kostar ársmiðinn 5.000 krónur.