laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mátturinn farinn

odinn@eidfaxi.is
17. febrúar 2014 kl. 15:59

Máttur frá Leirubakka á farsælan keppnisferil að baki. Ekki gekk það alltaf vel en hann fór um í úrtökunni fyrir HM2013.

Umdeildur og elskaður

Talsverður fjöldi góðra hrossa hafa verið flutt til Sviss á síðustu misserum. Þar má nefna Hóf frá Varmalæk og Samber frá Ásbrú, en nú hefur Máttur frá Leirubakka bæst í þann hóp.

Máttur er sonur heiðusrverðlaunastóðhestsins Keilis frá Miðsitju og er hann fimmta hæst dæmda afkvæmi hans með 8,49 í aðaleinkunn. Þrátt fyrir að vera með tignarlegustu stóðhestum undir manni náði hann ekki yfir 1.verðlaunamörkin fyrir sköpulag en hæstu einkunnir hans þar eru 8,5 fyrir háls og samræmi.

Gæðingskostir hans eru ótvíræðir en hæstan hæfileikadóm hlaut hann árið 2011 þegar hann hlaut 8,81 fyrir kosti. Hæstu einkunnir þar eru 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og fegurð í reið sem er glæsilegur árangur fyrir alhliðahest.

Móðir Máttar er Hrafnkatla (L52) frá Leirubakka dóttir Hervars frá Sauðárkróki en hún hlaut hæst 8,31 í aðaleinkunn. Máttur er eitt fimm sýndra afkvæma hennar en þrjú þeirra hafa hlotið 1.verðlauna dóm.

Nýr eigandi Máttar er Lisa Staubli.