þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Máttur í girðingu að Tóftum

5. júlí 2011 kl. 12:48

Máttur í girðingu að Tóftum

Stóðhesturinn Máttur frá Leirubakka verður í girðingu að Tóftum, við Stokkseyri, nú eftir Landsmót. Máttur er alhliðahestur og hlaut 8,49 í aðaleinkunn í kynbótadómi á nýafstöðnu Landsmóti. Hann hlaut 9,0 fyrir fjögur atriði í hæfileikum.

 
Fyrir hæfileika hefur hann hlotið hvorki meira né minna en 8,81 (9,0-9,0-8,5-8,5-9,0-9,0-8,0) og 7,99 fyrir sköpulag (7,5-8,5-8,0-8,5-7,5-7,0-8,0-7,0).
 
Máttur er undan heiðursverðlauna hestinum Keili frá Miðsitju (ae. 8,63) og Hervarsdótturinni Hrafnkötlu L52 frá Leirubakka (ae. 8,31). Hrafnkatla móðir hans hlaut á sínum tíma 10,0 fyrir fet og 9,0 fyrir fimm atriði í kynbótadómi þ.e. tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hófa.
 
Folatollurinn kostar 50.000 kr fyrir utan vsk, girðingagjald og sónar. Máttur verður settur í girðingu fyrir helgi. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Eddu Rún í síma 777 8002, Sigga í síma 897 1713 eða á netfangið info@ganghestar.is.
 
Nánari upplýsingar um Mátt má sjá á www.ganghestar.is