sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Máttur í Flagbjarnarholti

6. júlí 2012 kl. 13:47

Máttur í Flagbjarnarholti

Stóðhesturinn Máttur frá Leirubakka verður í girðingu að Flagbjarnarholti, Holta- og Landsveit í sumar að er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hestsins, en tekið verður á móti hryssum laugardaginn 7. júlí milli kl. 12 og 17.

 
"Máttur er undan heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju (ae. 8,63) og Hrafnkötlu L52 frá Leirubakka (ae. 8,31). Máttur er fjölhæfur alhliðagæðingur sem hefur verið að gera góða hluti í á keppnisvellinum undanfarið. Hann er með 8,49 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Í vor sigruðu hann og Siggi fimmgang meistara á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og hlutu 7,81 í einkunn í úrslitum þar. Þeir tryggðu sér jafnframt þátttökurétt í A-flokki á nýafstöðnu Landsmóti fyrir Fák og enduðu í níunda sæti í A-flokki á LM. Nánari upplýsingar gefa Siggi í síma 897 1713 og Helga í síma 898 4579." segir í tilkynningunni.