laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mast birtir skýrslu um hrossapestina

11. mars 2011 kl. 08:41

Hrossapest

Hefur líklega borist til landsins með notuðum reiðtygjum

Á www.mast.is hefur verið birt ítarleg SKÝRSLA um hrossapestina sem geisaði síðastliðinn vetur. Þar segir að pestin hafi líklega borist til landsins með notuðum reiðtygjum. Svo virðist sem það hafi færst í vöxt að hestamenn taki ýmsan búnað með sér milli landa, einkum mél, en öllum ætti nú að vera ljós sú mikla áhætta sem slíkum innflutningi fylgir.

Í skýrslunni segir að smitið hafi magnast upp á tiltekinni þjálfunarmiðstöð í febrúar og mars og það hafi orðið afgerandi fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Ekki sé vitað hvernig smitið barst þangað, en líklega með smituðum hesti sem kom þangað til þjálfunar. Umrædd þjálfunarmiðstöð er ekki nefnd með nafni í skýrslunni og liggja því allar þjálfunarmiðstöðvar landsins undir ámæli.

Tekið er fram í skýrslunni að sjúkdómurinn hafi ekki verið alvarlegur, en öll hross í stofninum móttækileg og því hafi hann valdið mikilli röskun á hestahaldi og fjárhagslegu tjóni.