föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markús á Austurlandi

6. júlí 2010 kl. 15:12

Markús á Austurlandi

Hinn þekkti höfðingi Markús frá Langholtsparti verður í girðingu í Stekkhólma á Fljótsdalshéraði í sumar. Þar verður honum sleppt næstu daga í góða girðingu sem er umvafin grasi.  Afkvæmi Markúsar eru alltaf að skila sér til dóms og nú er hann búinn að ná 50 afkvæma markinu.  Enn eru laus pláss undir Markús og er það Jósef Valgarð í síma 863 5215 sem fólk getur haft samband við ef það vill koma hryssum til Markúsar.